sun. 20.7.2008
Námskeiðið búið....
Það er nú bara smá söknuður í mér yfir því að námskeiðið sé búið. Ég var með hreint út sagt frábæru fólki í kvartett og við bara smullum alveg saman og skemmtum okkur ekkert smá vel við að vinna þetta og ekki síður á tónleikunum í gær. Námskeiðið var alveg frábært og kennararnir góðir bæði fiðlukennarinn minn og líka kammerkennarinn. Í dag var svo Manhattan tekin með trompi. Ég byrjaði á því að taka lestina á Times Square og gekk þaðan í Central Park og rölti svolítið um suðurhlutann á garðinum. Svo fór ég aftur inn á Times Sqaure svæðið og kíkti í nokkrar búðir og svo á Madame Tussauds safnið. Það var mjög skemmtilegt en batteríið í myndavélinni minni kláraðist svo ég náði bara að taka eina mynd af mér og Leonard Bernstein og mér sýndist hún ekki vera góð svona það sem ég sá af henni áður en batteríið kláraðist alveg. Ég fór líka í fjórvíddar-bíó í safninu. Þar var sýnd dýralífsmynd frá BBC úr Planet Earth safninu. Það var mjög flott og áhugavert. Eftir það arkaði ég Broadway með stoppum á ýmsum stöðum alveg niður í Greenwich Village. Námskeiðið var þar og mig langaði að koma þangað einu sinni enn. Þá var ég búin að labba frá ca. 60 stræti (Central Park) og alveg niður á 4. stræti. Þá tók ég lestina yfir í World Trade center því ég nennti ekki að labba meira og skoðaði það aðeins áður en ég fór yfir i Brooklyn þar sem ég gisti þangað til á morgun. En ég hlakka ekkert smá til að koma heim:)
Athugasemdir
Gott að það var svona gaman! Þannig á það að vera :) Ótrúlegt bögg þegar myndavélabatterí klárast á vitlausum tíma... Fjórvíddarbíó hef ég aldrei prófað, get ekki eiginlega ímyndað mér það einu sinni! Er maður þá með svona gleraugu eins og í þrívíddar?
Bestu kveðjur og góða ferð heim!
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:37
Já maður er með þrívíddargleraugu og svo er sprautað á mann vatni og maður fiinur fyrir vindinum og stóllinn potar í mann og fleira... mjög gaman;)
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 22.7.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.