þri. 2.9.2008
Frídagur
Í dag var frí í skólanum. Hann var þá bara nýttur í æfingar og smá lærdóm.... ég er reyndar ekki alveg búin að læra en ég er alveg að verða búinn. Svo byrjar bara skólinn aftur á morgun. Á þriðjudögum er ég í skólanum frá hálf þrjú til tíu. Skrítinn tími... svo ég þarf að vakna snemma svo ég geti æft mig vel um morguninn.
Annars þá nenni ég ekki að blogga á hverjum degi ef enginn ætlar að kommenta á færslurnar mínar svo hér eftir þá blogga ég bara ef einhver kommentar... eða þá ef mér liggur eitthvað mikið á hjarta.
Reyndar hef ég heldur ekkert alltaf frá einhverju að segja... eins og til dæmis núna:)
Athugasemdir
Heyrðu, ertu konstertmeistari?! Það er svakalega flott, til hamingju með það :)
Hahaha - núna verðuru að blogga ;)
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 2.9.2008 kl. 10:58
já ég er konsertmeistari á fyrstu tónleikunum :)
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 2.9.2008 kl. 22:32
Til hamingju með að vera kosertmeistari, ég veit ekki með sinfóníu eða strengjahljómsveitir, en ég veit þó að það er ansi merkilegt ;)
Talandi um merkilegheit þá hlakka ég til næsta blogs líka :P
Palli (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:34
Nei Gróa mín þú mátt ekki hætta að blogga. Það er svo gaman að geta fylgst með þér elsku frænka mín. Ég týndi slóðinni ykkar þórunnar, svo fann ég hana aftur. Ég er ekki búinn að ná mér í diskana með verkunum sem þú ert að spila ,vegna anna í sultu og brauð gerð en ég læt þig vita. Erla er ekki enn kominn í netsamband en hún er rosalega ánægð í London. Svo eru þau bara að býða eftir íbúð.Það kemur í ljós á morgun. Það byðja allir kærlega að heylsaog byðja fyrir góðar kveðjur til þín. Þúsund kossar til þín elsku frænka min og gangi þér allt í haginn! Þín Brynja frænka.
Brynja frænka! (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:37
Var að kíkja á bloggið þitt í fyrsta skipti í langan tíma og þorði ekki annað en kommenta :) Gangi þér vel í ameríkunni. Ég held áfram að kíkja á þetta hjá þér og verð duglegri við að skilja eftir smá skilaboð.
Erla j (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.