lúin....


Þetta var langur dagur.  Ég kom ekki heim úr skólanum fyrr en klukkan var alveg að verða tólf á miðnætti
Ég komst reyndar heim í kvöldmat en svo fór ég aftur í skólann og endaði svo daginn á því að samræma bogastrok með hinum leiðurunum fyrir skólahljómsveitina. Annars þá er helst í fréttum að ég er ennþá með sýkingu í tánni sem ég fékk í maí  (þ.e.a.s. sýkinguna ekki tánna) þrátt fyrir að vera að klára 3 sýklalyfjaskammtinn í dag. Enginn vill gera neitt i þessu og allir segja bara æjæj. Ókei þetta er kannski ekki það alvarlegasta sem getur komið upp svona ein lítil sýking en samt pirrandi og óþægilegt.

jæja.....þetta er nóg kvart í bili:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Aflima við mjöðm, þar er eina ráðið

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 3.9.2008 kl. 09:48

2 identicon

ehhemm, ég ætlaði einmitt að stinga upp á því sama og Lára Bryndís

Þú ættir að treysta því góða mín, hún er gift lækni og ég er stundum í kúrsum í sama húsi og læknanemarnir.

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:19

3 identicon

Stingdu bara tánni í brennivín, það ætti að duga!!!

Sakna þín.

kisskiss

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 17:19

4 identicon

Elsku dúllan mín
Þetta er nú ekki svo vittlaust ráð hjá systur þinni að nota alkohól, Það hefur nú reynst vel í gegnum aldirnar, en prócentan verður að vera rétt, þarf að rifja það upp. 
En vill enginn gera neitt fyrir þig í USA?  vona að þetta fari að lagast elskan mín
Ástarkveðjur
Mamma

mamma (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:09

5 Smámynd: Gunnhildur Daðadóttir

Hæ, það er nú gott að það er táin en ekki puttinn, maður verður að líta á björtu hliðarnar á lífinu elsku Gróa mín.

Hafðu það sem best,

þín Gunnhildur 

Gunnhildur Daðadóttir, 3.9.2008 kl. 21:28

6 identicon

Fjand.. Þeir státa sig af því að senda menn til tunglsins og geta svo ekki lagað eina tá!    Nei, Gróa við gefumst ekki upp þó móti blási, láttu þá klára dæmið !!!    Bestu kveðjur : Brynja frænka

Brynja frænka! (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:48

7 identicon

Elsku Gróa mín
Það er aldeilis fjör á blogginu þínu, einsgott að þú haldir áfram að blogga.  Bara frábært, en hefur þú tekið einhverjar myndir ?  Langar svo að sjá hjá þér.  Njóttu þín elsku ljósið mitt. 
Þúsund kossar , knús, knús og klemm frá okkur öllum
Þín mamma 

mamma (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband