Hitt og þetta....

Hér gengur lífið bara sinn vanagang. Það snöggkólnaði samt í dag miðað við undanfarna daga. Nóg að gera bara sem er frábært. Bakaði samt súkkulaðiköku á laugardaginn hún var mjög góð :)

Hljómsveitin æfir Hindemith á fullu. Það er nú svolítið snúið verk þar sem ég held að yfir 90% af nótunum hafa laus formerki fyrir framan sem gerir alla inntónasjón enn erfiðari og ekki bætir úr skák að hafa 1. fiðlupartinn í hæstu hæðum og allt í svaka tempói. Jæja við sjáum hvernig það fer ;) Annars hélt ég raddæfingu í gær þar sem inntónasjón varð einmitt aðalmálið en það varð bara að vera þannig.

Einn ákvað að láta mig vita á miðri æfingu að bogastrokin væru ómöguleg og virkuðu bara alls ekki og að allir myndu bara spila alltof sterkt þarna ef við gerðum þetta eins og ég vildi og meira að segja myndu líka allir bæta við áherslum í þokkabót. Við vorum ekki búin að spila þetta í gegn áður svo hann var bara að segja hvernig það myndi hljóma ekki hvernig það hefði hljómað. Ég var nú ekki alveg viðbúin þessu og vissi ekki alveg hvað ég átti að segja en stóð samt við bogastrokin og aðrir í "röddinni" komu mér líka til hjálpar og sögðu að þetta virkaði alveg hann yrði bara að spila veikt og þá væri það fínt. Það er nefnilega aðeins erfiðara að svara fyrir sig á ensku en íslensku ég hefði farið létt með þetta á íslensku;) 

Annars smá "update" á tánni. Mín var send í röntgen þar sem komið hefur í ljós að það er eitthvað inni í tánni sem á ekki að vera þar og nú er bara minniháttar "aðgerð" dagsett 16. okt. takk fyrir. Verð að segja að mig langaði pínu að senda fótalækninum sem ég hitti á Íslandi tölvupóst og segja við hann "ég sagði þér það" því hann sagði að þetta myndi örugglega bara hverfa af sjálfu sér  ....neinei ég segi bara svona;) En ég er bara fegin að geta bráðum átt eðlilega tá ;)

 Svo kemur Geirþrúður bráðum í heimsókn :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er allt svo gott í Ameríkunni!!!! Gangi þér vel með raddæfingarnar þú stendur þig pottþétt ótrúlega vel.

Knús og kisskiss

elska þig

Þín Litla sys

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:44

2 identicon

Enskan venst og ég er viss um að þú hafir lært helling af þessu uppsteiti ;)

En leiðinlegt að heyra með tánna, þú verður þá bara að fá þér í hina tánna þá í staðinn og vona að það sé nóg ;D

Palli (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:57

3 identicon

fremdkörper? Þú gætir spurt Guðnýju Þóru ráða...

Gæti þetta verið flís úr stiganum frá því á Eiðum forðum daga?

Eygló Dóra (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

jah þú segir nokkuð Eygló Dóra það er aldrei að vita.

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 2.10.2008 kl. 20:49

5 identicon

...lég skal gefa þér gull í tá, þó Grímur taki þæra allar ;)

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:37

6 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Ef ég væri hagmælt mundi ég kasta fram stöku um tána, en svo er ei.  Er ekki næsta skref að birta mynd af þessum merka útlim, já og helst röntgenmynd líka!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.10.2008 kl. 15:45

7 identicon

Hæ elsku Gróa mín !  Farðu eftir þinni sannfæringu á raddæfingunum það er alltaf best, enda væri hann konsertmeistari ef hann vissi betur ! En hvað er þetta með tánna eiginlega ?  oh þetta hlítur að vera hræðilega vont !!!  Þú átt alla mína samúð!!!!    Gangi þér allt í haginn Gróa mín !!!!! " Adjö"...... Brynja frænka.

Brynja frænka . (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 12:31

8 identicon

Jæja elskan
Á ekkert að fara að láta heyra í sér á blogginu, engar skemmtilegar sögur að segja frá, hvernig er í skólanum, hvernig er á æfingum, hvernig er í Balkan????

Megir þú eiga yndislegan dag elsku hjartans stelpan mín
Ástarkveðjur
Mamma

p.s.  Ég er að fara í vetrarfrí eftir daginn í dag, í tvo heila daga, hlakka svooo mikið til

mamma (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 12:11

9 identicon

Ertu í balkan!? Wie geil. Ertu þá búin að læra geðveikt mikið nýtt?

Eygló Dóra (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:29

10 identicon

oh týpískt hjá fiðluleikurum að gera svona mikið mál út af bogastrokum.  mín deild hefði nú bara yppt öxlum og farið aftur ða teikna gíraffa á spássíurnar (alfeg möst í hindemith hljómsveitarpörtum).  :)  xx

tóta víóla (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband