lau. 18.10.2008
Viðburðaríkir dagar
Síðustu vikur hafa verið frekar viðburðaríkar hér í Champaign-Urbana. Að minnsta kosti í mínu tilfelli. Geirþrúður kom í heimsókn til mín í síðustu viku og var hjá mér í 4 daga. Það var sko alveg frábært að fá hana í heimsókn. Hljómsveitartónleikar númer tvö voru svo á föstudaginn fyrir viku og gengu þeir bara alveg ágætlega. Ég var samt alveg búin eftir Hindemith sem var síðast fyrir hlé og þá var allur Tchaikovsky píanókonsert númer 1 eftir eftir hlé. Það var samt mjög gott að vera búin með Hindemith fyrir hlé. Verkið er mjög flott en mér fannst það alveg svakalega erfitt. Ekki verra samt að vera búinn að spila það einu sinni þá hlýtur það að vera léttara ef ég fæ að spila það aftur seinna:).
Nú er búið að skipta okkur upp í kammerhljómsveit og óperuhljómsveit. Ég er í kammerhljómsveitinni og fæ áfram að vera konsertmeistari en kammerhljómsveitin spilar á tveimur tónleikum þessa önnina. Einir tónleikar eru bara með okkur en hinir eru líka með hinni skóla-sinfóníuhljómsveitinni. Á þeim tónleikum spila ég bara í einu verki því kammersveitinni er þar skipt í tvennt og í hinu verkinu eru bara 3 strengjaleikarar og svo blásarar og slagverk píanó og harpa. Ég fæ hins vegar að spila 1. fiðlu sóló í Vivaldi konsert fyrir 4 fiðlur:) Við erum byrjuð að æfa og það er mjög gaman það þarf samt svolítið mikla fínpússningu á þetta fyrir tónleikana en við erum með stjórnendanema sem stjórnanda og hann er fiðluleikari og veit sko alveg fullt um barokk og hefur spilað fullt á upprunaleg hljóðfæri og þekkir fullt af góðum spilurum sem hann hefur unnið með eða spilað fyrir. Við spilum nú samt bara á okkar venjulegu hljóðfæri;)
Athugasemdir
En gaman Gróa :)
Hljómar mjög spennandi allt saman. Þó getur nú heldur betur rætt um Biber við þenna stjórnanda, við vorum nú ekki slappar þar ;)
Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 17:58
haha ruslpóstvörnin þín bað mig um að leggja saman tvo og tvo :D.... vona að þetta gangi eftir :P
En gaman að heyra að þú hafir það gott Gróa mín og vel gert með að halda konsertmeistaratitlinum :D
Palli (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:49
Knúskveðja til þín elsku Gróa! Þú ert svo frábær!! Hlakka til að sjá þig um jólin;)
júlía (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:20
Hvað er að frétta elsku systir? Hvernig hefurðu það? Hvað er að frétta af stóratámálinu?
Sakna þín! Þúsund kossar frá Utrecht:*
Þín Þórunn
Þórunn Vala (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:53
Ég segi nú einsog Þórunn Vala, hvað er að frétta elskan mín, hvernig gengur?
Hér heima er vetrarríki, snjór yfir öllu, bjart og frost. Yndislega fallegt veður og jólalegt. Allir hressir og kátir. Ástarkveðjur frá okkur öllum
Þín bestasta mamma í heimi
mamma (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.