Það kólnar

Fyrsta frostið kom í nótt. Alveg bara frostviðvörun og læti ;) Annars er svo sem bara allt eins. Fiðlutímarnir ganga bara ágætlega og ég er í mjög skemmtilegum kammerhóp. Við náum mjög vel saman. Svo eru búin að vera próf í bóklegu fögunum og síðasta prófið er á morgun. Það er hlustunarpróf í strengjakvartettum frá 20. öld. Margir eru mjög flottir. Eftir það förum við að læra um strengjasveitaverk alveg frá barokkinu og þar til á 20 öld. Það verður örugglega gaman:) Svo er það auðvitað hljómsveitin, við æfum Vivaldi og Mozart sinfóníu núna. Ég gleymdi líka að segja að strákurinn sem var með uppsteyt við mig á raddæfingunni um daginn er púltfélaginn minn núna..... gaman að því ;) Hann á svolítið erfitt með að gera eins og ég, spilar lengri strok en ég, er á öðrum stað í boganum og spilar jafnvel öfug strok. Hingað til hef ég svolítið pirrað mig á þessu en ekki sagt neitt í von um að hann myndi kannski lagast svona þegar hann væri farinn að venjast sinfóníunni eða eitthvað en nú eer ég hætt að pirrast og ætla bara að segja eitthvað við hann. Ég ætla samt ekkert að vera neitt leiðinleg bara mjög kurteis ;) 

Nú er ég á leiðinni til sýkingarfræðings út af tánni til að komast að því hvort ég sé með beinsýkingu eða ekki...... gaman að því


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það

Palli (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:13

2 identicon

Smá mis :D en það sem ég ætlaði að segja var að endilega láttu drengsa finna fyrir því .... á kurteisislega hátt að sjálfsögðu :P Annars gott að heyra að þú sért að skemmta þér í kammerhópnum.

Hér í Hollandi rignir bara, veit ekki hvort að það sé mikið skárra en snjórin :S

Bið að heilsa tánni, vonandi vegnar henni vel 

Palli (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:16

3 identicon

stið síðasta ræðumann. ÞÚ ert konsertmeistarinn og ÞÚ veist hvernig ÞÚ vilt að þetta verði spilað svo þú getur bara sagt: þú spilar of langa boga þarna og þú verður að passa þig að vera með rétt strok þarna. Þarf ekkert að vera vandræðalegt eð tilfiningaríkt, bara partur af djobbinu! Þú tekur hann í nefið!

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:56

4 identicon

djí! Ég veit að sögnin að styðja kemur af orðinu stuðningur og er því með ufiloni! bara svo við höfum það á hreinu...

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:57

5 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Hvað er ufilon Guðrún ;)

En annars sammála hinum. Er bara fegin að vera ekki í svona fínni hljómsveit - konsertmeistarinn í minni hljómsveit myndi ekki gera annað ef hann ætti að passa bogastrokin mín... Hahaha :)

En gangi þér vel með tána!

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:18

6 identicon

haha! vá einn að drepast úr afbrýðissemi.. en um að gera að henda út kurteisispilinu það virkar alltaf farðu vel með sætu tánna þína miss jú lov Erla

Erla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:16

7 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

jájá ég get sko upplýst um það að konsertmeistarinn í þessari hljómsveit leggur mikla áherslu á að allir séu á sama stað í boganum og ég tala nú ekki um að vera með rétt bogastrok....veit svo sem ekkert hvort þetta skilar sér til hljómsveitarmeðlima eða ekki;) Með afbrýðisemina þá held ég reyndar að það sé kannski bara rétt til getið þar sem hann er tæknilega mjög klár en þarf svolítið að læra að spila í hljómsveit. Ég held líka að hann sé með sjálfstraustið í lagi svo honum finnst hann pottþétt betri en ég ;)

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 31.10.2008 kl. 05:37

8 identicon

Sæl Gróa mín

Eins og þú veist hef ég voða lítið vit á svona bogastrokum, en ég hef mínar kenningar um hvað er þarna í gangi og er því illa svikinn ef þarna eru ekki bara örvar og skot þ.a.l. úr boga Amors. Væri því gaman að fá mynd af piltinum hið snarasta á bloggið og ekki verra að vita hverra manna kauði er :-)

Binni "frændi" (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:14

9 identicon

Þarft þú alltaf að vera með svona skot Binni minn..... hahahahaha! Maður sleppur ekki einu sinni þegar maður er hinum megin við hafið!

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:55

10 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Úff ég vona ekki ég held að hann sé 7 árum yngri enn ég Aðein of mikið fyrir mig.

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 5.11.2008 kl. 02:02

11 identicon

Ég held að titillin á síðasta blogginu þínu sé réttnefni " Það kólnar "  Því það er orðið ansi kalt á blogginu þínu, ekki bofs í lengri tíma.  Verður að fara að bæta úr því elskan, sagt okkur t.d. frá stemmingu í ríkinu hans Obama eftir sögulegar kosningar!
Hafðu það sem allra best elskan mín
Ástarkveðjur
Mamma

mamma (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband