Aðventan og fyrsti snjórinn

Það er alveg svaka fallegt hérna núna. Snjór yfir öllu og voða kósí. Það snjóaði í gær á fyrsta í aðventu og svo hefur líka snjóað meira og minna í allan dag en samt ekki þung snjókoma en það er allt hvítt. Uppáhaldsveðrið mitt :) Það er mikið að gera þessa dagana og stutt í smá panik en svo bara kemur þetta allt saman. Fyrsta umsóknin fór í póst í dag og ég er búin að sækja um hér líka svo þetta er bara allt á góðri leið held ég.  Hinar umsóknirnar eru eiginlega tilbúnar og ein af þeim fer líklega í póst á fimmtudaginn. Annars hef ég nú eiginlega ekkert að segja. Það eru bara næg verkefni fram að heimför. Annars keypti ég þennan kjól í afmælisgjöf frá mömmu og pabba og ætla að vera í honum á kammertónleikum á miðvikudaginn og mínum útskriftartónleikum í vor. Þar sem kammertónleikarnir eru hluti af því sem 1. fiðluleikarinn í kvartettinum mínum þarf að gera fyrir doktorsgráðuna sína þá eru þetta svona svolítið eins og útskriftartónleikar með bara kammermúsík og af því að hún ætlar að vera svona fín þá er það fín afsökun fyrir mig og víóluleikarann að vera líka í fínum kjólum, við verðum að vera í stíl  :)s06_f1286_blackwhite_741559.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Vá! Þú verður svaka fín :) Gangi þér vel með tónleika og próf!

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 09:19

2 identicon

úúú.... ekkert smá flottur. Þú verður glæsileg í honum :)

Sigrún Helga Lund (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:25

3 identicon

Líst rosa vel á kjólinn!

Hvar ertu að fara að sækja um næsta vetur??

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:10

4 identicon

Þú verður flottust af öllum elskan, spennandi á morgun, gangi ykkur rosavel og skemmtið ykkur vel
Við getum ekki beðið eftir að fá þig heim.  Nú er bara rúmlega ein og hálf vika, jeeminn hvað þetta er fljótt að líða.  Farðu vel með þig og gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur elsku stelpan mín. 

Ástarkveðjur
Mamma

Mamma (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband