Færsluflokkur: Bloggar

Ódauðlegur????

Ég hef aldrei skilið í hvaða veruleika fólk lifir sem keyrir svona hratt!!! Heldur það að það sé ódauðlegt??? Og svo leggur það ekki bara sjálft sig í lífshættu heldur allt hitt fólkið í umferðinni líka. Ég bara næ þessu ekki!!!
mbl.is Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

snjór,snjór,snjór

Það er jólasnjókoma í Freiburg núna. Ég er ekkert smá glöð með þetta.LoL Ég var nefnilega alveg eins búin að búa mig undir að það kæmi bara enginn snjór hérna , en þetta er æði.  Annars gekk inntökuprófið bara allt í lagi fyrir utan fyrsta frasann (ekki gott að klúðra fyrsta frasanum, ég veit) ég er búin að ákveða að byrja ekki aftur á Mozart í næsta inntökuprófi, en þetta var góð æfing fyrir næstu prófWink .

Spilatími á þýsku

Fiðlutíminn minn fór fram á þýsku í dag í fyrsta skipti. Það gekk bara vel að skilja þýskuna (og líka að spila) svo hér eftir fara spilatímarnir bara fram á þýsku.Cool

ps. get nú ekki annað en óskað henni Stefaníu minni til hamingu með íslandsmetið í 800 m hlaupi sem hún bætti um tæpar 6 sek. í sínum aldursflokki í gær. Til hamingju Stefanía ég er búin að horfa á hlaupið á netinu, tvisvarWink.


Andvaka

Ég hef nú ekki átt í vandræðum með að sofna í gegnum tíðina en að kemur einstaka sinnum fyrir mig hérna í Freiburg að ég get ekki sofnað og þannig var það í gærFrown . Ég held að ástæðan sé kannski smá inntökuprófastress og svo líka af því að ég varð fyrir óskemmtilegri upplifun í fyrrinótt. Ég sofnaði í kringum miðnætti en vaknaði svo aftur klukkan eitt og þá fannst mér einhver standa yfir rúminu mínu og benda út um gluggann. Ég gat séð í gegnum viðkomandi en mér fannst ég vera með opin augun og ég flýtti mér að kveikja ljósið því ég vissi að þá mundi hún fara, sem hún gerði. Þetta var nú bara svolítið ógnvekjandi, þó þetta hafi verið draumur, því þetta var svo raunverulegt því ég var var í svefnrofunum. Manneskjan í sjálfu sér var ósköp sakleysisleg. En þetta sat líka í mér í gær þegar ég var að reyna að sofna. En ég ákvað samt að drífa mig á fætur í morgun og þá get ég vonandi sofnað snemma í kvöld. Ég vil ekki snúa sólarhringnum við svona rétt fyrir inntökuprófWink .

Á móti vindi

Ég var á móti vindi þegar ég hjólaði í æfingarherbergið í morgun og svo líka þegar ég hjólaði til baka!! það var nú ekki gaman. Ég las á mbl. að það væri spáð stormi í Þýskalandi og sumar vindhviðurnar í morgun voru ansi sterkar en hér er samt ekkert óveður enn sem komið er.Wink
 

En nú fer að styttast í inntökupróf....Shocking


Að sofa yfir sig...

...er nú ekki skemmtilegt. Síðustu tvo dagana hefur mér tekist að sofa yfir mig og missa af því að fara í æfingarherbergið mittPinch. Í gærmorgun þá ætlaði ég aðeins að "snúsa" en ýtti á vitlausan takka og slökkti á vekjaraklukkunni(símanum) og svo í gærkvöldi þá stillti ég klukkuna á 7:30 en fattaði, þegar ég var búin að  stilla hana, að ég hafði stillt símann á árið 2006 í staðinn fyrir 2007 þegar ég setti þýska símkortið mitt í svo ég breytti ártalinu í 2007. En ég gleymdi að breyta vekjaraklukkunni svo hún var stillt á að hringja kl 7:30 12. jan 2006 og hringdi þar af leiðandi ekkert í morgunFrown. En þetta hefur svo sem ekkert aftrað mér í að æfa mig, nema að ég hef notað æfingadempara að hluta til því ég þori eiginlega ekki að æfa mig í meira en 3 tíma á fullu blasti heima hjá mér.

Annars fannst mér þetta(sjá link) soldið skondin frétt. Ég hugsaði einmitt þegar ég las um þessi verðlaun að mér þætti skrýtið að SUS væri að verðlauna Andra Snæ, þar sem stefna sjálfstæðisflokksins og skoðanir Andra Snæs í virkjunarmálum hafa nú ekki farið saman og það var nú eitt aðalmálið á síðasta áriSmile


mbl.is Telja handhafa frelsisverðlauna SUS ekki verðugan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pínu svekkt:(

Kennarinn minn er veikur svo eg fer ekki í tíma fyrr en á mánudaginnFrown . Þetta þýðir að ég hefði getað verið heima og farið á sinfóníutónleikana sem eru á morgun. En maður veit svona hluti víst ekki fyrirfram svo ég verð bara að líta á björtu hliðarnar, ég verð bara enn betur undirbúin fyrir tímann. Mér finnst rosalega gaman að æfa mig þessa dagana Wink . Eina vandamálið er reyndar að bakið mitt er aðeins að stríða mér en ég reyni bara að vera skynsöm.

Komin til Freiburgar

Ég kom til Freiburgar aftur í dag ásamt öllum Íslendingunum sem búa hér og fóru til Íslands um jólin. Svo nú ætla ég að vera duglegri að blogga. Ég er bara ekkert voðalega tölvuvædd þegar ég er á Íslandi. Ég fer eiginlega aldrei á MSN (MSN-ið mitt var meira að segja dottið út í haust því það var svo langt síðan ég hafði farið inn á það) og svo ég nenni bara heldur eiginlega ekkert að blogga þá:) Annars þá hafði ég það æðislega gott í jólafríinu og skemmti mér konunglega með öllum sem ég hitti. Svo ég segi bara gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla:)

Ps. Ég ætla ekki að gera áramótaannál 


meira jólabarokk(loksins)

jæja það er nú ekki hægt að gefa mér verðlaun fyrir bloggduglegheit að undanförnu en það verður bara að hafa það. Ég vona bara að jólabarokkfólkið líti hingað inn um jólin því ég ætla að segja frá planinu: Það er sem sagt að hittast í LHÍ miðvikud. 28. des milli sex og hálfsjö og spila þetta í gegn þá og fara upp í Langholt klukkan hálfníu-níu og spila þetta þarSmile. Svo ætlum við að fara á hrafnistu eitthvert kvöldið svona um átta-leytið. Ég bara veit ekki hvaða kvöld. En ég held að við látum það bara nægja í bili því ef við færum t.d. á landspítalann þá þyrfti það að vera um miðjan dag og mér fannst kannski að fólki fyndist soldið mikið að mæta þrisvar (en það þurfa samt ekki allir að fara á hrafnistu). En gaman væri að fá komment um hvort þetta virkar fyrir allaSmile.


Á Íslandi:)

Já ég skellti mér bara heim til Íslands í gær og ætla að vera til 8.jan. Kennarinn minn kennir ekki í næstu viku því hann er að spila á tónleikum og ég átti bókað flug á sunnudeginum 17. des svo ég var búin í fiðlutímum fyrir jól í þessari viku. En ég ætla bara í fiðlutíma hér í staðinnSmile. Mamma átti líka afmæli í gær svo þetta var bara góður dagur til að koma heim í Kópavoginn. En annars er búið að vera ótrúlega fínt í Freiburg í vikunni við Íslendingarnir bökuðum piparkökur á sunnudaginn og skárum þær út sjálf ekki með kökuformum. Það var margt mjög flott og frumlegt sem kom út úr þessum kökuskurði t.d. Flygill, fiðla, barokkbogi, g-lyklar og fleira en ég held að jólabúrhvalurinn hans Danna hafi samt verið frumlegastur. Ég get samt ekki stært mig af flott-eða frumlegheitum, ég var nú meira í þessu hefðbundna, jólastjarna og jólatré og fleira í þeim dúr. Svo keyptum við Elfa okkur púsl sem er alveg ómissandi yfir jólin og við vorum nú bara komnar svolítið áleiðis með það áður en ég fór en Elfa þú mátt ekki eyðileggja það þegar þú klárar það því mig langar að sjá myndina. Þetta var að sjálfsögðu Wasgij-púsl svo ég veit ekki hvernig myndin lítur út. Ég lenti beint í afmælisveislu hérna heima þegar ég kom og hef það auðvitað mjög gott hérna heima í faðmi fjölskyldunnar minnar. Nú get ég klárað jólabarokkskipulagninguna hérna og svo er ég auðvitað til í að hitta alla sem vilja hitta mig og er bara með sama íslenska símanúmeriðWink.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband