Myndablogg

Hér eru myndirnar sem ég ætlaði að setja inn í gær.

Tekið fyrir utan húsið mitt (það er fyrir aftan myndavélina)

Þessi mynd er tekin beint fyrir utan húsið mitt. Ég veit ekkert hvað er í húsinu sem er hægra megin á myndinni en í hinu húsinu er kaffihús, hárgreiðslustofa (víst ekki mjög góð) og Jimmy John´s sem er svipað og Subway.

Foellinger Auditorium

Þessi mynd er tekin á "Quad" en það er svona opið svæði á miðju skólasvæðinu. Síðasta haust þá var"quad day" en þá voru öll félögin í skólanum að kynna sig. Það var allt pakkað. Húsið sem er á myndinni er Foellinger Aditorium og þar var sinfóníuhljómsveit skólans fyrst til húsa. Við spiluðum á einum tónleikum þarna og þá var okkur boðið upp á að sitja í verstu stólum sem ég hef nokkurn tíma setið í því þeir voru þannig að ef maður sat ekki alveg á brúninni þá rann maður aftur á bak og hafði ekkert jafnvægi til að spila eða ef maður sat á brúninni þá var jafnvægið í stólnum svo lítið að maður var skíthræddur um að hann myndi sporðreisast. 

Illini Union

 Þessi mynd er tekin í hina áttina á Quad og stóra húsið er Illini Union. Einhvers konar miðstöð fyrir félagsstarfið held ég. Þar er líka hótel eða gistiheimili sem er vist rándýrt að sofa á.

Krannert Center of the performing artsKrannert Center of the performing arts

 

 

 

 

 

 

 


Krannert Center of the performing artsÞetta eru svo þrjár myndir af Krannert Center of Performing Arts (sagt með mjög bandarískum hreim) Ég skil eiginlega ekki alveg arkitektúrinn á þessu húsi en þarna er stór tónleikasalur fyrir sinfóníuhljómsveit, óperusalur og leikhús. Stóri salurinn heitir Foellinger Great Hall sem er mjög ruglingslegt þegar maður kemur fyrst út af hinu Foellinger Auditorium. Annars þá er flaggað í hálfa stöng á síðustu myndinni en það er mjög algengt og enginn veit fyrir hverju er verið að flagga.

 

 

 

 Jæja það er ekki meira í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Gróa mín,

 En gaman að sjá myndir:)

Svava Björk (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 09:06

2 identicon

Gaman að sjá myndirnar hjá þér Gróa mín þó svo að það væri gaman að sjá einhverjar af þér líka ;)

Bestu kveðjur frá Kaupmannahöfn

Palli (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband