fös. 25.4.2008
Leðurblökur og frumsýning
Það var dauð leðurblaka fyrir utan húsið mitt í morgun. Ekki mjög falleg sjón. Ég vissi ekki einu sinni að það væru leðurblökur hér. Það var líka jarðskjálfti um daginn upp á 5.2..... jájá í miðjum Bandaríkjunum ég er sko ekki að ljúga, ég bjóst ekki við því heldur... Ameríka kemur sem sagt sífellt á óvart. Annars þá var óperufrumsýning hér í kvöld. Við erum að flytja Armide eftir Lully með öllu tilheyrandi....dönsurum og upprunalegum hljóðfærum og alles. Það á nú svaka vel við mig að spila svona barokk og gaman að fá að spila á barokkfiðlu. Ég segi nú samt kannski ekki að þetta sé uppáhaldsóperan mín en hún á góða spretti inn á milli. Það er aðeins of mikið af einhverjum menúettum og gavottum fyrir minn smekk. Fínir dansar svona inn á milli en kannski ekki sem uppistaða í heila óperu....ókei ég ýki kannski aðeins. Passacalian í síðasta þætti er flottust. Það er alveg þess virði að spila allt hitt til að fá að spila hana. Nei annars þá er þetta voða gaman bara. En það styttist í heimför. Eftir 15 daga þá fer ég til Boston þar sem ég ætla að hitta Þórunni mína og við ætlum að hafa það gott í Boston í nokkra daga og svo er það bara Ísland
Athugasemdir
Nei vá! Ertu vöknuð Gróa? :) Gaman að lesa nýjar fréttir. Vona að frumsýningin hafi gengið vel og að þú hafir ekki hitt fleiri dauðar leðurblökur...
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 26.4.2008 kl. 20:33
jájá bara vöknuð.... veit ekki hvað ég vaki lengi þar sem ég hef nú ekkert verið neitt sérlega dugleg að blogga þegar ég er á Íslandi og það styttist í heimför....en við sjáum til:)
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 26.4.2008 kl. 21:22
Leðurblakan og jarðskjálftinn eru örugglega gróðurhúsaáhrifin. Þau eru mjög mikil í Bandaríkjunum...
Sigurjón (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:35
Ég efast nú ekki um að gróðurhúsaáhrifin eru mikil í Bandaríkjunum því hér er skrýtið veður en hvort það hafi bein áhirf á jarðskjálfta..... ég er ekki alveg sannfærð;)
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 5.5.2008 kl. 04:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.