þri. 6.5.2008
"oooo.... you are so white....."
Jájá þetta fékk ég að heyra í dag þegar ég ákvað að fara út á hlýrabol því veðrið var svo gott. Kevina stelpa frá Taiwan sagði þetta um mig. Hún er frekar frökk svo ég svaraði með kaldhæðnistón "hah.... thank you". Þá sagði hún að hún meinti þetta alls ekki illa heldur vel því allar asískar stúlkur vilja vera hvítar. Þær bera á sig hvítunarkrem til að verða hvítari. Þá sagði ég henni að á Íslandi væri þessu nú öfugt farið og að allir bæru á sig brúnkukrem til að verða brúnni. Jájá allir vilja vera öðruvísi en þeir eru.
Athugasemdir
Vinkonur mínar úr menntaskóla eru einmitt á flakki um Asíu og vekja mikla athygli fyrir hvíta húð. Síðan vilja allir bera saman húðina sína saman við þeirra. Hvítunarkrem fást þar að sjálfsögðu í öllum betri stórmörkuðum.
Sigurjón (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:00
Já þetta er alveg merkilegt:)
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 6.5.2008 kl. 15:25
Hahaha :) Ætli ég slái þá bara í gegn á Balí í næstu viku?! Íslenskur (og reyndar hálfur norskur) vetur eftir innisumar og próflestur í nokkrar vikur virka betur en öll heimsins hvítunarkrem held ég...
Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 7.5.2008 kl. 09:22
Maður ætti kannski að flytja bara til Asíu og gleyma þessum brúnkukremum?! Já, fegurðin er svo sannarlega afstæð...
Ólöf (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:58
hæ hæ Gróa.
Ég hitti ömmu þína í sundi í gær og dóttur minni leist svakalega vel á hana. Snéri sér við og hafði ekki augun af henni, enda sérlega hugguleg kona þarna á ferð :-)
Hittumst þegar þú kemur heim, mig langar til að sýna þér ómegðina.
Bestu kveðjur, Sigga.
Sigríður Geirsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.