Fellibylurinn Gústav er á leiðinni

Eða réttara sagt það sem er eftir af honum sem að ég held að sé bara skilgreint sem lægð núna. Gústav kemur semsagt á morgun og þá á að rigna og rigna. Það góða við þetta er að hitinn úti verður ekki nema í kringum 24 stig í staðinn fyrir 32 eins og í gær.

 

Annars þá vil ég þakka fyrir samúðarkveðjur og ráðleggingar yfir távandamálinu mikla (sem er reyndar alls ekkert mikið) Sumar ráðleggingar voru kannski heldur róttækar fyrir minn smekk t.a.m. ætla ég að reyna að forðast hvers kyns aflimanir í lengstu lög hins vegar gæti ég reynt alkahólið. Ég er samt ekki búin að láta neinn lækni hérna kíkja á þetta því ég vildi allavega klára sýklalyfjaskammtinn fyrst til að athuga hvort það myndi nokkuð duga (bjartsýn ég Tounge)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það, eru tásýkingar innifaldar í HMO tryggingakerfinu þarna úti :P

Palli (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

hmmmmm.... fyrir hvað stendur HMO?????? En annars þá held ég að það sé í lagi

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 6.9.2008 kl. 03:44

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Jú rétt þetta með brennivínið, þaðan er einmitt komið máltækið að fá sér í tánna.  Einn sjúss í mallann, annan í tána...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband