nóg að gera...

Hér er allt á fullu bara og svo sem ekkert sérstakt að segja. Fyrstu hljómsveitartónleikarnir eru á föstudaginn og ég hlakka bara til það verður örugglega mjög gaman enda prógrammið ekki af verri endanum. Schostakovich sinfónía nr. 5, Rachmaninov píanókonsert nr. 1 og verk eftir kennara úr skólanum.... ókei það er kannski ekki eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar en samt alls ekki svo slæmtWink.  Ég held ég sé bara nokkuð örugg á þessu en maður getur alltaf gert betur svo ég held bara áfram að æfa þetta þangað til á föstudaginn. Ég ætla nú ekkert að fara að klikka í sólóunum né á öðrum stöðum. Svo heldur bara lífið áfram og við byrjum að æfa fyrir næstu tónleika á mánudaginn. Þá er á dagskránni Mathis der Maler eftir Hindemith, Tchaikovsky píanókonsert nr 1 og Síðdegisganga skógarpúkans eftir Debussy. Við fengum parta í gær af Debussy og Tchaikovsky og minn Debussy-partur er alveg hræðilega útkrotaður með bláu....ekki fallegt og hann er svo gamall að hann datt í sundur þegar ég kom við hann. Hindemith-sinfónían er ekki komin sem er nú ekki svo gott mál því það er langerfiðasta verkið. Ég er komin með raddskrá og byrjuð að hlusta en það er ekki það sama og að vera með part þó að það hjálpi auðvitað mikið, það væri líka gott að geta verið búin að ákveða bogastrok að mestu leyti fyrir mánudaginn....það er alltaf plús LoL. Ef ég fæ ekki partinn á morgun þá verð ég bara að æfa mig með raddskrána.

Annars er ég með langlengsta nafnið í hljómsveitinni svo ég þar ekki að lesa nafnið mitt þegar sætalistinn er settur upp ég get bara horft á hann í fjarlægð og þá sé ég hvar ég á að sitja....gaman að þvíWhistlingCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrefna Katrín Guðmundsdóttir

Hahaha :) Það getur verið sniðugt að heita löngu nafni! Gangi þér vel að spila á föstudaginn.

Hrefna Katrín Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 09:51

2 identicon

Held ég þekki ekki duglegri manneskju en þig elsku Gróa mín! Er búin að fatta að þið Lilja eruð svolítið líkar, þurfið ykkar tæima í eldhúsinu, hahahahaha..... gaman að því.

sakna þín og elska óendanlega mikið.

Þín Tósla

Þórunn Vala (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:11

3 identicon

Flott hjá thér Gróa mín og frábaert ad heyra ad thad sé nóg ad gera, thad er alveg ferlegt ef madur verdur eirdarlaus :D

HAfdu thad annars gott og haltu áfram ad njóta thess sem thú ert ad gera :)

Bestu kvedjur

Palli (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:59

4 identicon

Þú massar þetta á morgun Gróa mín ;)

... svo er líka auðvelt að sjá nafnið sitt á sætalistanum ef það er alltaf efst ;)

Guðrún Rúts (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband