sun. 6.9.2009
komin á nýjan stað
Jæja í tilefni af flutningum hérna í Bandaríkjunum ákvað ég að blása lífi í þesa bloggsíðu. Nú er ég byrjuð í diplómanámi í University of Hartford. Skólinn byrjaði á þriðjudaginn svo ég er næstum búin með eina viku í skólanum. Það fyndna er samt að það er opinber frídagur núna á mánudaginn svo ég byrja ekki í einum áfanganum fyrr en 14 sept. Hann er sem sagt bara kenndur á mánudögum. En ég er byrjuð í hljómsveit, kammermúsik, barokksamspili og hljómsveitarpartaáfanga. Ég slepp held ég alveg við að skrifa ritgerðir þessa önnina sem er mikill plús ;) Annars er bara nóg að æfa og gaman að vera komin aftur í rútínu :)
Bærinn sem ég bý í heitir West Hartford og er eins og úthverfi af Hartford. Það eru mörg alveg svakalega sæt hús hérna og greinilegt að hér býr ríkt fólk á sumum stöðum miðað við stærðir á húsunum og görðunum í kringum þau. Ég bý í mjög kósí gulu húsi :) Ég kannski skelli inn myndum af nánasta umhverfi á næstu dögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
sun. 15.3.2009
Til hamingju með afmælið elsku Pabbi
Hann pabbi minn er 51 árs í dag (14. mars).
Til hamingju með afmælið elsku pabbi minn ég veit að þú áttir góðan afmælisdag:) Þú og mamma eruð hetjurnar og fyrirmyndirnar í lífi mínu og ég er alveg óendanlega þakklát að eiga ykkur að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 27.1.2009
Hartford
jæja þá er fyrsta inntökuprófið búið og það gekk bara ágætlega. Ég var tilnefnd í svona úrtak fyrir kammermúsíkprógram í skólanum sem heitir 20/20 svo ég spilaði aftur aðeins seinna fyrir nefnd sem velur í að prógram. Það voru þrír fiðluleikarar í dag sem komust í þetta úrtak svo ég var mjög sátt við það:) Þetta prógram hljómar mjög spennandi það eru ca. tveir strengjakvartettar í þessu og tveir blásarakvintettar og svo fleiri hljóðfæri eins og harpa og gítarar og saxafónar og kontrabassar og píanó. Það eru 15 tónleikar á ári en það spila ekki allir alltaf og það eru bæði spiluð verk sem eru svona standard eins og Schubert sellókvintettinn og líka ný tónlist og allt þar á milli. Þó það séu tveir strengjakvartettar þá spilar maður í verkum með alls konar hljóðfæraskipan en ekki endilega alltaf i kvartett. Nú er bara að krossa fingur og vona það besta ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
lau. 17.1.2009
Langt ferðalag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
þri. 9.12.2008
Til hamingju með afmælið elsku mamma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 2.12.2008
Aðventan og fyrsti snjórinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 27.11.2008
Styttist í heimför :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 27.10.2008
Það kólnar
Fyrsta frostið kom í nótt. Alveg bara frostviðvörun og læti ;) Annars er svo sem bara allt eins. Fiðlutímarnir ganga bara ágætlega og ég er í mjög skemmtilegum kammerhóp. Við náum mjög vel saman. Svo eru búin að vera próf í bóklegu fögunum og síðasta prófið er á morgun. Það er hlustunarpróf í strengjakvartettum frá 20. öld. Margir eru mjög flottir. Eftir það förum við að læra um strengjasveitaverk alveg frá barokkinu og þar til á 20 öld. Það verður örugglega gaman:) Svo er það auðvitað hljómsveitin, við æfum Vivaldi og Mozart sinfóníu núna. Ég gleymdi líka að segja að strákurinn sem var með uppsteyt við mig á raddæfingunni um daginn er púltfélaginn minn núna..... gaman að því ;) Hann á svolítið erfitt með að gera eins og ég, spilar lengri strok en ég, er á öðrum stað í boganum og spilar jafnvel öfug strok. Hingað til hef ég svolítið pirrað mig á þessu en ekki sagt neitt í von um að hann myndi kannski lagast svona þegar hann væri farinn að venjast sinfóníunni eða eitthvað en nú eer ég hætt að pirrast og ætla bara að segja eitthvað við hann. Ég ætla samt ekkert að vera neitt leiðinleg bara mjög kurteis ;)
Nú er ég á leiðinni til sýkingarfræðings út af tánni til að komast að því hvort ég sé með beinsýkingu eða ekki...... gaman að því
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
lau. 18.10.2008
Viðburðaríkir dagar
Síðustu vikur hafa verið frekar viðburðaríkar hér í Champaign-Urbana. Að minnsta kosti í mínu tilfelli. Geirþrúður kom í heimsókn til mín í síðustu viku og var hjá mér í 4 daga. Það var sko alveg frábært að fá hana í heimsókn. Hljómsveitartónleikar númer tvö voru svo á föstudaginn fyrir viku og gengu þeir bara alveg ágætlega. Ég var samt alveg búin eftir Hindemith sem var síðast fyrir hlé og þá var allur Tchaikovsky píanókonsert númer 1 eftir eftir hlé. Það var samt mjög gott að vera búin með Hindemith fyrir hlé. Verkið er mjög flott en mér fannst það alveg svakalega erfitt. Ekki verra samt að vera búinn að spila það einu sinni þá hlýtur það að vera léttara ef ég fæ að spila það aftur seinna:).
Nú er búið að skipta okkur upp í kammerhljómsveit og óperuhljómsveit. Ég er í kammerhljómsveitinni og fæ áfram að vera konsertmeistari en kammerhljómsveitin spilar á tveimur tónleikum þessa önnina. Einir tónleikar eru bara með okkur en hinir eru líka með hinni skóla-sinfóníuhljómsveitinni. Á þeim tónleikum spila ég bara í einu verki því kammersveitinni er þar skipt í tvennt og í hinu verkinu eru bara 3 strengjaleikarar og svo blásarar og slagverk píanó og harpa. Ég fæ hins vegar að spila 1. fiðlu sóló í Vivaldi konsert fyrir 4 fiðlur:) Við erum byrjuð að æfa og það er mjög gaman það þarf samt svolítið mikla fínpússningu á þetta fyrir tónleikana en við erum með stjórnendanema sem stjórnanda og hann er fiðluleikari og veit sko alveg fullt um barokk og hefur spilað fullt á upprunaleg hljóðfæri og þekkir fullt af góðum spilurum sem hann hefur unnið með eða spilað fyrir. Við spilum nú samt bara á okkar venjulegu hljóðfæri;)
Bloggar | Breytt 19.10.2008 kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mið. 1.10.2008
Hitt og þetta....
Hér gengur lífið bara sinn vanagang. Það snöggkólnaði samt í dag miðað við undanfarna daga. Nóg að gera bara sem er frábært. Bakaði samt súkkulaðiköku á laugardaginn hún var mjög góð :)
Hljómsveitin æfir Hindemith á fullu. Það er nú svolítið snúið verk þar sem ég held að yfir 90% af nótunum hafa laus formerki fyrir framan sem gerir alla inntónasjón enn erfiðari og ekki bætir úr skák að hafa 1. fiðlupartinn í hæstu hæðum og allt í svaka tempói. Jæja við sjáum hvernig það fer ;) Annars hélt ég raddæfingu í gær þar sem inntónasjón varð einmitt aðalmálið en það varð bara að vera þannig.
Einn ákvað að láta mig vita á miðri æfingu að bogastrokin væru ómöguleg og virkuðu bara alls ekki og að allir myndu bara spila alltof sterkt þarna ef við gerðum þetta eins og ég vildi og meira að segja myndu líka allir bæta við áherslum í þokkabót. Við vorum ekki búin að spila þetta í gegn áður svo hann var bara að segja hvernig það myndi hljóma ekki hvernig það hefði hljómað. Ég var nú ekki alveg viðbúin þessu og vissi ekki alveg hvað ég átti að segja en stóð samt við bogastrokin og aðrir í "röddinni" komu mér líka til hjálpar og sögðu að þetta virkaði alveg hann yrði bara að spila veikt og þá væri það fínt. Það er nefnilega aðeins erfiðara að svara fyrir sig á ensku en íslensku ég hefði farið létt með þetta á íslensku;)
Annars smá "update" á tánni. Mín var send í röntgen þar sem komið hefur í ljós að það er eitthvað inni í tánni sem á ekki að vera þar og nú er bara minniháttar "aðgerð" dagsett 16. okt. takk fyrir. Verð að segja að mig langaði pínu að senda fótalækninum sem ég hitti á Íslandi tölvupóst og segja við hann "ég sagði þér það" því hann sagði að þetta myndi örugglega bara hverfa af sjálfu sér ....neinei ég segi bara svona;) En ég er bara fegin að geta bráðum átt eðlilega tá ;)
Svo kemur Geirþrúður bráðum í heimsókn :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)