Schostakovich 5......

Tónleikarnir eru búnir og þeir voru æði:) Ég skemmti mér svaka vel. Ég veit reyndar ekkert hvernig seinna sólóið mitt hljómaði ég bara spilaði það og þá var það búið. En mér fannst tónleikarnir í heild bara ganga vel og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar tónleikarnir voru búnir sem er alltaf gaman:) Einleikarinn var líka frábær. Ég var að spá í að kíkja í partý en ég held ég verði bara heima ég þarf að hitta meðleikarann minn klukkan 9 í fyrramálið og er soldið búin á því svo þarf ég líka að læra Hindemith fyrir mánudaginn það er sko bara harka......

nóg að gera...

Hér er allt á fullu bara og svo sem ekkert sérstakt að segja. Fyrstu hljómsveitartónleikarnir eru á föstudaginn og ég hlakka bara til það verður örugglega mjög gaman enda prógrammið ekki af verri endanum. Schostakovich sinfónía nr. 5, Rachmaninov píanókonsert nr. 1 og verk eftir kennara úr skólanum.... ókei það er kannski ekki eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar en samt alls ekki svo slæmtWink.  Ég held ég sé bara nokkuð örugg á þessu en maður getur alltaf gert betur svo ég held bara áfram að æfa þetta þangað til á föstudaginn. Ég ætla nú ekkert að fara að klikka í sólóunum né á öðrum stöðum. Svo heldur bara lífið áfram og við byrjum að æfa fyrir næstu tónleika á mánudaginn. Þá er á dagskránni Mathis der Maler eftir Hindemith, Tchaikovsky píanókonsert nr 1 og Síðdegisganga skógarpúkans eftir Debussy. Við fengum parta í gær af Debussy og Tchaikovsky og minn Debussy-partur er alveg hræðilega útkrotaður með bláu....ekki fallegt og hann er svo gamall að hann datt í sundur þegar ég kom við hann. Hindemith-sinfónían er ekki komin sem er nú ekki svo gott mál því það er langerfiðasta verkið. Ég er komin með raddskrá og byrjuð að hlusta en það er ekki það sama og að vera með part þó að það hjálpi auðvitað mikið, það væri líka gott að geta verið búin að ákveða bogastrok að mestu leyti fyrir mánudaginn....það er alltaf plús LoL. Ef ég fæ ekki partinn á morgun þá verð ég bara að æfa mig með raddskrána.

Annars er ég með langlengsta nafnið í hljómsveitinni svo ég þar ekki að lesa nafnið mitt þegar sætalistinn er settur upp ég get bara horft á hann í fjarlægð og þá sé ég hvar ég á að sitja....gaman að þvíWhistlingCool


Laugardagskvöld tónlistarnemans????

ÉG fór upp í skóla í gærkvöldi klukkan 7 og æfði mig frá 7-10. Venjulega er ég búin að æfa mig á þessum tíma á laugardegi en ég byrjaði að æfa mig seint um daginn svo kvöldið var notað líka. ÉG kom í skólann og bjóst við því að ég væri ein þar sem það var nú laugardagskvöld en neinei...... það var bara nánast fólk í flestum stofum að æfa sig. Metnaður eða????? ÉG er svo sem ekkert viss um að þetta eigi bara við um tónlistarnema(og kannski var þetta bara tilviljun) kannski bara háskólanema yfirleitt. Er bókhlaðan full á laugardagskvöldum? Annars er mjög kósí hérna núna bara rignir og rignir.... leifar af IKE.

Fellibylurinn Gústav er á leiðinni

Eða réttara sagt það sem er eftir af honum sem að ég held að sé bara skilgreint sem lægð núna. Gústav kemur semsagt á morgun og þá á að rigna og rigna. Það góða við þetta er að hitinn úti verður ekki nema í kringum 24 stig í staðinn fyrir 32 eins og í gær.

 

Annars þá vil ég þakka fyrir samúðarkveðjur og ráðleggingar yfir távandamálinu mikla (sem er reyndar alls ekkert mikið) Sumar ráðleggingar voru kannski heldur róttækar fyrir minn smekk t.a.m. ætla ég að reyna að forðast hvers kyns aflimanir í lengstu lög hins vegar gæti ég reynt alkahólið. Ég er samt ekki búin að láta neinn lækni hérna kíkja á þetta því ég vildi allavega klára sýklalyfjaskammtinn fyrst til að athuga hvort það myndi nokkuð duga (bjartsýn ég Tounge)


lúin....


Þetta var langur dagur.  Ég kom ekki heim úr skólanum fyrr en klukkan var alveg að verða tólf á miðnætti
Ég komst reyndar heim í kvöldmat en svo fór ég aftur í skólann og endaði svo daginn á því að samræma bogastrok með hinum leiðurunum fyrir skólahljómsveitina. Annars þá er helst í fréttum að ég er ennþá með sýkingu í tánni sem ég fékk í maí  (þ.e.a.s. sýkinguna ekki tánna) þrátt fyrir að vera að klára 3 sýklalyfjaskammtinn í dag. Enginn vill gera neitt i þessu og allir segja bara æjæj. Ókei þetta er kannski ekki það alvarlegasta sem getur komið upp svona ein lítil sýking en samt pirrandi og óþægilegt.

jæja.....þetta er nóg kvart í bili:) 


Frídagur

Í dag var frí í skólanum. Hann var þá bara nýttur í æfingar og smá lærdóm.... ég er reyndar ekki alveg búin að læra en ég er alveg að verða búinn. Svo byrjar bara skólinn aftur á morgun. Á þriðjudögum er ég í skólanum frá hálf þrjú til tíu. Skrítinn tími... svo ég þarf að vakna snemma svo ég geti æft mig vel um morguninn.

 Annars þá nenni ég ekki að blogga á hverjum degi ef enginn ætlar að kommenta á færslurnar mínar svo hér eftir þá blogga ég bara ef einhver kommentar... eða þá ef mér liggur eitthvað mikið á hjarta.

Reyndar hef ég heldur ekkert alltaf frá einhverju að segja... eins og til dæmis núna:) 


Vegna fjölda áskoranna.....

Hef ég ákveðið að reyna að vera duglegri að blogga.... helst eitthvað á hverjum degi (sjáum hvernig það á eftir að ganga). Ég hef Þórunni allavega til að halda mer við efnið hún er svo dugleg að blogga í Hollandi. Í gær spilaði ég í stysta brúðkaupi sem ég hef farið í. Það tók allt í allt 20 mínútur.  Hefðin hérna er að spila bara á meðan eitthvað er að gerast (t.d. einhver að labba inn t.d. blómastúlkur, foreldrar, brúðarmeyjar, brúður) og maður á alls ekkert að vera að spila allan kaflann eða allt verkið heldur bara stoppa í miðjunni þegar brúðhjónin eru búin að kveikja á kertunum eða ömmurnar eru búnar að setjast og spila svo byrjunina á næsta verki. Svo við spiluðum bara eitt lag i gegn og það var áður en að athöfnin byrjaði. Mjög fyndið finnst mér. Tónlistin er sem sagt algjörlega bakgrunnur.

Á morgun er svo frí í skólanum svo það er löng helgi.... gefur mér meiri tíma til að læra SchostakovichWink


Langt síðan síðast

Og margt hefur gerst í millitíðinni. Tónlistarhátíð unga fólksins er án efa einn af mörgum hápunktum sumarsins hjá mér. Frábært námskeið í alla staði. Sibbi er auðvitað frábær og svo spillti ekki fyrir að vera í góðum kvartettSmile. Reyndar held ég að það hefði ekki skipt máli með hverjum ég hefð lent í kvartett því andinn í hópnum sem var á námskeiðinu var bara svo góður svo ég held að allir hefðu getað unnið með öllum. Svo voru Ysaye tónleikarnir líka skemmtilegir þar sem við spiluðum allar Ysaye sónöturnar. Ég er mjög glöð að hafa fengið tækifæri til að vera með í þessum tónleikum. Núna er ég komin út til Champaign og skólinn er bara byrjaður. Hljómsveitarprufuspilið er búið og að gekk bara ágætlega. Við byrjuðum að æfa í dag. Prógrammið er Schostakovich sinfónía nr. 5 Rachmaninov píanókonsert nr. 1 og verk eftir Steven Taylor sem er kennari í skólanum.

Jæja þetta verður ekki lengra í bili 


Námskeiðið búið....


Það er nú bara smá söknuður í mér yfir því að námskeiðið sé búið. Ég var með hreint út sagt frábæru fólki í kvartett og við bara smullum alveg saman og skemmtum okkur ekkert smá vel við að vinna þetta og ekki síður á tónleikunum í gær. Námskeiðið var alveg frábært og kennararnir góðir bæði fiðlukennarinn minn og líka kammerkennarinn. Í dag var svo Manhattan tekin með trompi. Ég byrjaði á því að taka lestina á Times Square og gekk þaðan í Central Park og rölti svolítið um suðurhlutann á garðinum. Svo fór ég aftur inn á Times Sqaure svæðið og kíkti í nokkrar búðir og svo á Madame Tussauds safnið. Það var mjög skemmtilegt en batteríið í myndavélinni minni kláraðist svo ég náði bara að taka eina mynd af mér og Leonard Bernstein og mér sýndist hún ekki vera góð svona það sem ég sá af henni áður en batteríið kláraðist alveg. Ég fór líka í fjórvíddar-bíó í safninu. Þar var sýnd dýralífsmynd frá BBC úr Planet Earth safninu. Það var mjög flott og áhugavert. Eftir það arkaði ég Broadway með stoppum á ýmsum stöðum alveg niður í Greenwich Village. Námskeiðið var þar og mig langaði að koma þangað einu sinni enn. Þá var ég búin að labba frá ca. 60 stræti (Central Park) og alveg niður á 4. stræti. Þá tók ég lestina yfir í World Trade center því ég nennti ekki að labba meira og skoðaði það aðeins áður en ég fór yfir i Brooklyn þar sem ég gisti þangað til á morgun. En ég hlakka ekkert smá til að koma heim:)

New York

Ákvað að blogga smá þar sem ég er stödd í útlöndum. Ég er búin að vera í New York síðan á föstudag og mér líst bara vel á borgina. Ég væri samt kannski ekki til í að búa hérna enda vil ég nú helst hvergi annars staðar búa en á Íslandi;) En New York lítur út fyrir að vera skemmtileg borg. Ég kom á föstudaginn og var á hóteli í tvær nætur því ég komst ekki inn á heimavistina fyrr en á sunnudaginn. Þegar ég kom á hótelið var mér tjáð að ég hefði verið "upgreiduð" í svítu. Svo ég var með eldhús og stofu með leðursófasetti og flatskjá og svo var líka flatskjár í svefnherberginu. Algjör lúxus í tvær nætur. En svo fór ég í heimavistina á sunnadaginn og það er ekki alveg sami klassinn..... en við erum allavega með baðherbergi inn á herberginu sem er plús;) Svo byrjaði námskeiðið á mánudaginn og við (kvartettinn minn) æfðum Beethoven op. 59 nr. 3 í svona hálftíma og þá kom kennarinn okkar og við fórum í tíma. Víóluleikarinn var samt veikur en mætti þó á mánudaginn en á þriðjudaginn á var okkur hinum í kvartettinum sagt að hann kæmi ekki meir því hann er með einkirningasótt. Á morgun fáum við nýjan víóluleikara sem kemur alla leið frá Mexíkó. Svo er ég búin að fara í einn spilatíma sem var mjög fínn. Annars er bara sól og sumar hérna fyrir utan einstaka þrumuveður;)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband